Biden lofar kvenkyns varaforsetaefni

Biden og Sanders heilsuðust með því að láta olnboga sína …
Biden og Sanders heilsuðust með því að láta olnboga sína snertast til að forðast kórónuveirusmit. AFP

Níu mánuðir eru liðnir síðan 20 keppi­naut­ar um að verða for­seta­efni Demó­krata­flokks­ins komu sam­an til fyrstu kapp­ræðna, en nú standa aðeins tveir eft­ir: Bernie Sand­ers og Joe Biden.

Sand­ers og Biden háðu kapp­ræður sín á milli á CNN í gær­kvöldi. Gætt var að því að tveir metr­ar væru á milli kapp­anna, en þeir eru báðir í áhættu­hópi vegna kór­ónu­veirunn­ar sök­um ald­urs. 

Á meðal umræðupunkta voru ein­mitt aðgerðir þeirra til þess að tryggja að þeir sýkt­ust ekki sjálf­ir af kór­ónu­veirunni, en hún set­ur ákveðið strik í kosn­inga­bar­átt­u­r­eikn­ing­inn og hafa Sand­ers og Biden báðir til að mynda gripið til þess að halda sam­stöðufundi í gegn­um netið.

Sand­ers sótti hart að Biden

At­hygli vakti að Sand­ers sótti hart að and­stæðingi sín­um í kapp­ræðunum, sem hann forðaðist í und­an­fara kosn­ing­anna 2016 þegar hann atti kappi við og tapaði fyr­ir Hillary Cl­int­on í for­vali demó­krata. Þykir þetta bera þess merki að Sand­ers, sem hafði markverða for­ystu í upp­hafi for­vals­tíma­bils­ins, ætli sér ekki að tapa þegj­andi og hljóðalaust fyr­ir Biden, sem á þess­ari stundu hef­ur á hann for­skot.

Þá þótti lof­orð Bidens þess efn­is að hann skyldi velja kven­kyns vara­for­seta­efni, yrði hann fyr­ir val­inu sem for­setafram­bjóðandi flokks­ins, at­hygl­is­vert. Sand­ers virt­ist ekki vilja skuld­binda sig í þeim efn­um en full­yrti þó að hann væri lík­leg­ur til að gera slíkt hið sama.

Um­fjöll­un BBC

Um­fjöll­un CNN

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert