Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur lagt til að sambandið loki landamærum sínum fyrir ónauðsynlegum ferðalögum. Þetta tilkynnti hún rétt í þessu.
„Þeim mun minna sem við ferðumst, þeim mun meira getum við takmarkað útbreiðslu veirunnar. Þess vegna legg ég það til við þjóðarleiðtoga og ríkisstjórnir að innleiða tímabundnar takmarkanir á ferðalögum að nauðsynjalausu til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen í ávarpi.
The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes:
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020
1⃣Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity
2⃣Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0