Evrópusambandið lokar landamærum sínum

AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur tekið ákvörðun um að loka ytri landa­mær­um sín­um fyr­ir ferðamönn­um utan sam­bands­ins og fyr­ir ónauðsyn­leg­um ferðalög­um næstu 30 daga. Er þetta gert til að reyna að draga úr út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar sem breiðst hef­ur hratt út um Evr­ópu síðustu daga, sér­stak­lega á Ítal­íu, Frakklandi og Spáni. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýslands, sagði í ávarpi fyr­ir skömmu að ríki sam­bands­ins hefðu samþykkt bannið, en það nær ekki til EFTA-ríkj­anna; Íslands, Nor­egs, Sviss og Liechten­stein. Þá er Bret­land einnig und­an­skilið. Bannið tek­ur gildi strax, að sögn Merkel.

Hún sagði jafn­framt að ríki sam­bands­ins væru nú að vinna að sam­stillt­um aðgerðum við að aðstoða evr­ópska ferðamenn að kom­ast til síns heima. Fjöldi fólks væri strandaglóp­ar víða vegna lok­un­ar landa­mæra og fækk­un­ar flug­ferða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert