475 létust á einum sólahring

Aðeins eru tekin sýni úr þeim allra veikustu þannig opinberar …
Aðeins eru tekin sýni úr þeim allra veikustu þannig opinberar tölur gætu verið lægri en rauntölur. AFP

Síðastliðinn sólarhring hafa 475 látist vegna kórónuveirunnar á Ítalíu en það er hæsta tala látinna á einum sólarhring þar í landi frá því fyrsta smitið greindist. Á sunnudaginn létust 368 á einum sólarhring. AFP-fréttastofan greinir frá.

Alls hafa nú 2.978 látist vegna veirunnar á Ítalíu en það er meira en helmingur allra dauðsfalla utan Kína. Fjöldi tilfella er kominn í 35.713.

Íslensk kona, Rut Valgarðsdóttir, sem búsett er í Bergamo á Ítalíu, segir þó opinberar tölur ekki segja alla söguna. Heilbrigðiskerfið sé orðið svo mettað að sýni séu aðeins tekin úr þeim sem eru alvarlega veikir, en þeir þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá læknishjálp.

„Sumir deyja heima án þess að vera nokk­urn tím­ann testaðir því þeir ná ekki í gegn­um filterana sem eru sett­ir til að for­gangsraða hjálp­inni og aðrir kjósa að fara ekki á sjúkra­hús því fólk sér það sem „one way ticket“ og deyr því í súr­efn­isnauð heima hjá sér,“ skrif­aði Rut í færslu á Facebook.

Kisturnar hrannast upp í norðurhluta Ítalíu.
Kisturnar hrannast upp í norðurhluta Ítalíu. AFP

„Kist­ur hrann­ast upp og aðstand­end­ur standa hjá lamaðir af sorg sam­blandaðri við hræðsluna að smit­ast. Einu hljóðin sem við heyr­um hér í ein­angr­un­inni heima hjá okk­ur eru stöðugt væl í sír­en­um sjúkra­bíl­anna, dag og nótt, og við reyn­um að hugsa ekki um fólkið og sög­una á bak við hvern sjúkra­bíl sem brun­ar hjá,“ skrifaði hún jafnframt.

Í heiminum öllum hafa verið staðfest 207.518 tilfelli af veirunni, samkvæmt John Hopkins, og 8.248 hafa látist. Þá hafa 82.104 einstaklingar jafnað sig eftir veikindin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert