Lokunin gæti eyðilagt landið

Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir utan Hvíta húsið í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir utan Hvíta húsið í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að útgöngubann gæti eyðilagt landið og ítrekaði ummæli sín frá því í gærkvöldi þar sem hann sagði að landið yrði opnað fyrr en síðar.

„Margir eru sammála mér. Landið okkar er ekki byggt til að það lokist,“ sagði Trump í viðtali á Fox í dag. 

„Það er hægt að eyðileggja land með því að loka því,“ bætti forsetinn við.

Trump sagðist ætla að kanna hvort hægt verði að láta af víðtækum lokunum í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar í næstu viku. Það yrði gert til að örva efnahag landsins.

„Við getum ekki misst Boeing eða sum fyrirtækjanna. Ef þau fara í þrot þá erum við að tala um mörg þúsund eða milljónir starfa,“ sagði Trump.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert