Boris Johnson með kórónuveiruna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur greinst með COVID-19.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur greinst með COVID-19. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, er með kór­ónu­veiruna. Frá þessu grein­ir hann á Twitter. 

„Síðasta sól­ar­hring­inn hef ég fundið fyr­ir væg­um ein­kenn­um,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherr­ann í færsl­unni, en hann er nú í sjálf­skipaðri ein­angr­un. 

Hann hyggst halda áfram að upp­lýsa Breta um viðbrögð stjórn­valda við út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, en í gegn­um fjar­funda­búnað. 

„Sam­an mun­um við sigr­ast á þessu,“ seg­ir John­son. 

Ekki er ljóst hvernig hann smitaðist en John­son kom síðast op­in­ber­lega fram í gær­kvöld fyr­ir utan Down­ingstræti 10 þegar hann klappaði fyr­ir heil­brigðis­starfs­fólki sem mikið mæðir á þessa dag­ana. 

11.813 til­felli kór­ónu­veirunn­ar hafa verið staðfest í Bretlandi og 580 hafa látið lífið. Útgöngu­bann hef­ur verið í gildi í Lund­ún­um frá því á mánu­dags­kvöld og gild­ir til 13. apríl.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka