Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er með kórónuveiruna. Frá þessu greinir hann á Twitter.
„Síðasta sólarhringinn hef ég fundið fyrir vægum einkennum,“ segir forsætisráðherrann í færslunni, en hann er nú í sjálfskipaðri einangrun.
Hann hyggst halda áfram að upplýsa Breta um viðbrögð stjórnvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en í gegnum fjarfundabúnað.
„Saman munum við sigrast á þessu,“ segir Johnson.
Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.
— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020
I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.
Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri
Ekki er ljóst hvernig hann smitaðist en Johnson kom síðast opinberlega fram í gærkvöld fyrir utan Downingstræti 10 þegar hann klappaði fyrir heilbrigðisstarfsfólki sem mikið mæðir á þessa dagana.
11.813 tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í Bretlandi og 580 hafa látið lífið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Lundúnum frá því á mánudagskvöld og gildir til 13. apríl.