Kreppan verði verri en sú síðasta

Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AFP

„Það er ljóst að við erum komin í kreppu,“ segir framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Kristalina Georgieva. Kreppan verði verri en sú síðasta, sem fylgdi fjármálakrísunni árið 2008.

Ummælin féllu á stafrænum blaðamannafundi sem haldinn var í dag. Georgieva sagði faraldur kórónuveirunnar hafa dregið alþjóðaefnahaginn í niðursveiflu sem krefjast myndi gífurmikilla fjárveitinga til aðstoðar þróunarlöndum.

Bera þegar þungar byrðar

Ríkisstjórnir nýmarkaðsríkja, sem þegar hafa horft upp á fjármagn upp á meira en 83 milljarða bandaríkjadala hverfa út og yfir landamæri sín undanfarnar vikur, hafa beðið um aðstoð sjóðsins að sögn Georgievu.

Mörg þeirra beri nú þegar þungar skuldabyrðar og muni þurfa hjálp.

Framkvæmdastjórinn fagnaði einnig rúmlega tveggja billjóna bandaríkjadala aðgerðapakkanum sem samþykktur var vestanhafs í dag. Sagði hún það bráðnauðsynlegt að mýkja fallið fyrir heimsins stærsta efnahag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert