Landsþing demókrata í hættu

Joe Biden og Bernie Sanders berjast um útnefningu sem forsetaefni …
Joe Biden og Bernie Sanders berjast um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins AFP

For­vali Demó­krata­flokks­ins í 15 ríkj­um Banda­ríkj­anna hef­ur verið frestað vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þá hafa fjög­ur ríki, Ohio, Alaska, Wyom­ing og Havaí, gefið út að ekki verði kosið með hefðbundn­um hætti held­ur fari at­kvæðagreiðsla ein­göngu fram ra­f­rænt eða með póst­atkvæðum.

Svo gæti farið að fresta þyrfti landsþingi flokks­ins, sem halda á 13.-16. júlí, en þar verður for­seta­efni flokks­ins form­lega til­nefnt.

Tveir eru eft­ir í bar­átt­unni, Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seti sem leiðir, og öld­unga­deild­arþingmaður­inn Bernie Sand­ers. Fram­bjóðend­urn­ir hafa báðir af­lýst öll­um kosn­inga­fund­um sín­um en streyma þess í stað boðskapn­um á sam­fé­lags­miðlum að heim­an.

Þessu nýt­ur framtíðarkeppi­naut­ur þeirra, Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, góðs af. Segja má að fram­bjóðend­ur demó­krata hafi misst sviðsljósið að und­an­förnu enda at­hygli al­menn­ings og fjöl­miðla öll á veirunni og viðbrögðum for­set­ans. Dag­leg­um upp­lýs­inga­fundi Hvíta húss­ins er nú sjón­varpað á helstu stöðvum. Fund­ur­inn stend­ur jafn­an leng­ur en 90 mín­út­ur og nýt­ir for­set­inn sjálf­ur bróðurpart hans til að fara yfir stöðuna.

Frammistaða for­set­ans í veiru­mál­um hef­ur hlotið blend­in viðbrögð, en á sama tíma hef­ur stuðning­ur við hann auk­ist. 45,8% Banda­ríkja­manna segj­ast nú styðja for­set­ann, sam­kvæmt sam­an­tekt gagna­veit­unn­ar Five Thirty Eig­ht og hef­ur hlut­fallið ekki mælst hærra í embætt­istíð hans.

Auk­inn stuðning­ur við ráðandi stjórn­mála­menn á þess­um óvissu­tím­um er ekki bund­inn við Banda­rík­in, en sömu áhrifa gæt­ir meðal ann­ars í Frakklandi, Svíþjóð og hér á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert