Faraldurinn hefur lítil áhrif á loftslagsbreytingar

Loftslagsáhrifin eru orðin sýnileg sums staðar, til að mynda má …
Loftslagsáhrifin eru orðin sýnileg sums staðar, til að mynda má merkja minni mengun í borgum eins og Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, en hana má nær eingöngu rekja til minni bílaumferðar. AFP

Lok­un verk­smiðja, mik­il rösk­un á flug­um­ferð og um­ferð al­mennt í heim­in­um sök­um út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar hef­ur lít­il áhrif á lofts­lags­breyt­ing­ar, eða að minnsta kosti tak­markaðar. Þetta er mat Alþjóðaveður­fræðistofn­unar Sam­einuðu þjóðanna, WMO. 

Lars Peter Riis­højga­ard, talsmaður stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir að aðeins sé um skamm­góðan vermi að ræða. Hann seg­ir að ef litið er til skamm­tíma­áhrifa eru þau þó nokk­ur, út­blást­ur kolt­víoxíðs minnk­ar með minnk­andi bíla- og flug­um­ferð. 

„En við bú­umst við því að áhrif­in muni ekki vara lengi,“ sagði hann á fjar­blaðamanna­fundi í dag. 

„Far­aldr­in­um lýk­ur á ein­hverj­um tíma­punkti og þá snýr heims­byggðin aft­ur til sinna starfa, út­blást­ur mun aukast á ný,“ bætti hann við. 

Áhrif­in eru orðin sýni­leg sums staðar, til að mynda má merkja minni meng­un í borg­um eins og Nýju Delí, höfuðborg Ind­lands, en hana má nær ein­göngu rekja til minni bílaum­ferðar. 

Riis­højga­ard seg­ir að áhrif­in, ef ein­hver verða, verði í mesta lagi þau að yf­ir­völd end­ur­hugsi af­stöðu sína gagn­vart lofts­lags­vánni. 

Sænski lofts­lagsaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg hef­ur bent á að þegar kór­ónu­veirufar­aldr­in­um lýk­ur og „allt fer í sama farið“ er ým­is­legt sem þarf að ræða þar sem „sama farið“ var í raun hættu­ástand. 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert