Lokun verksmiðja, mikil röskun á flugumferð og umferð almennt í heiminum sökum útbreiðslu kórónuveirunnar hefur lítil áhrif á loftslagsbreytingar, eða að minnsta kosti takmarkaðar. Þetta er mat Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna, WMO.
Lars Peter Riishøjgaard, talsmaður stofnunarinnar, segir að aðeins sé um skammgóðan vermi að ræða. Hann segir að ef litið er til skammtímaáhrifa eru þau þó nokkur, útblástur koltvíoxíðs minnkar með minnkandi bíla- og flugumferð.
„En við búumst við því að áhrifin muni ekki vara lengi,“ sagði hann á fjarblaðamannafundi í dag.
„Faraldrinum lýkur á einhverjum tímapunkti og þá snýr heimsbyggðin aftur til sinna starfa, útblástur mun aukast á ný,“ bætti hann við.
Áhrifin eru orðin sýnileg sums staðar, til að mynda má merkja minni mengun í borgum eins og Nýju Delí, höfuðborg Indlands, en hana má nær eingöngu rekja til minni bílaumferðar.
Riishøjgaard segir að áhrifin, ef einhver verða, verði í mesta lagi þau að yfirvöld endurhugsi afstöðu sína gagnvart loftslagsvánni.
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur bent á að þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur og „allt fer í sama farið“ er ýmislegt sem þarf að ræða þar sem „sama farið“ var í raun hættuástand.
“There is a lot of talk about returning to ‘normal’ after the COVID-19 outbreak. But normal was a crisis.”
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) March 27, 2020
Here you can watch our first #TalksForFuture webinar from today with guests @NaomiAKlein and @DiarmidCL from @WHO.https://t.co/5s98UV1lGN