Nánast allar þjóðarleiðtogar hafa aukið vinsældir sínar í heimsfaraldri kórónuveiru, að því er fram kemur í Financial Times. Þar kemur fram að vinsældir Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, hafi aukist mest.
Þar kemur einnig fram að vinsældir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafi aukist þrátt fyrir gagnrýni sem hann hefur hlotið vegna viðbragða hans við faraldrinum.
Í umfjöllun FT segir að eðlilegt sé að vinsældir þjóðarleiðtoga aukist þegar þeir eru mikið í sviðsljósinu á erfiðum tímum. Hins vegar muni þróun kórónuveirufaraldursins skera úr um hvort vinsældir haldist.
Vinsældir Johnsons hafa aldrei verið meiri meðal almennings í Bretlandi.
Einungis Nerandra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Andrés Manuel Lopez Orbrador, forseti Mexíkós, njóta meiri vinsælda í heimalandi sínu um þessar mundir en breski forsætisráðherrann.
Þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum hefur Donald Trump ekki verið vinsælli síðan hann tók við embætti Bandaríkjaforseta í byrjun árs 2017.
Þrátt fyrir miklar vinsældir Trumps mun Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, skáka honum í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.
46% aðspurðra í könnun sem gerð var fyrir Reuters sögðust myndu kjósa Biden en 40% Trump.