Veiran eykur vinsældir Trumps og Johnsons

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Nán­ast all­ar þjóðarleiðtog­ar hafa aukið vin­sæld­ir sín­ar í heims­far­aldri kór­ónu­veiru, að því er fram kem­ur í Fin­ancial Times. Þar kem­ur fram að vin­sæld­ir Bor­is John­sons, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hafi auk­ist mest.

Þar kem­ur einnig fram að vin­sæld­ir Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hafi auk­ist þrátt fyr­ir gagn­rýni sem hann hef­ur hlotið vegna viðbragða hans við far­aldr­in­um.

Í um­fjöll­un FT seg­ir að eðli­legt sé að vin­sæld­ir þjóðarleiðtoga auk­ist þegar þeir eru mikið í sviðsljós­inu á erfiðum tím­um. Hins veg­ar muni þróun kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins skera úr um hvort vin­sæld­ir hald­ist.

Boris Johnson á fjarfundi en hann er með kórónuveiruna.
Bor­is John­son á fjar­fundi en hann er með kór­ónu­veiruna. AFP

Vin­sæld­ir John­sons hafa aldrei verið meiri meðal al­menn­ings í Bretlandi.

Ein­ung­is Ner­andra Modi, for­sæt­is­ráðherra Ind­lands, og Andrés Manu­el Lopez Or­bra­dor, for­seti Mexí­kós, njóta meiri vin­sælda í heimalandi sínu um þess­ar mund­ir en breski for­sæt­is­ráðherr­ann.

Þrátt fyr­ir að hafa verið gagn­rýnd­ur fyr­ir viðbrögð sín við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um hef­ur Don­ald Trump ekki verið vin­sælli síðan hann tók við embætti Banda­ríkja­for­seta í byrj­un árs 2017.

Þrátt fyr­ir mikl­ar vin­sæld­ir Trumps mun Joe Biden, vænt­an­legt for­seta­efni Demó­krata­flokks­ins, skáka hon­um í for­seta­kosn­ing­un­um vest­an­hafs í nóv­em­ber, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un.

46% aðspurðra í könn­un sem gerð var fyr­ir Reu­ters sögðust myndu kjósa Biden en 40% Trump.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert