Kínverska borgin Shenzhen er sú fyrsta þar í landi sem bannar neyslu á kjöti af hundum og köttum. Lög þess efnis taka gildi 1. maí. Stjórnvöld í borginni ganga lengra en önnur héruð í Kína. Áður höfðu kínversk yfirvöld bannað verslun og neyslu á afurðum villtra dýra.
Lögin eru sett eftir að kórónuveiran sem á uppruna sinn í Wuhan í Kína var rakin til meðhöndlunar og neyslu manna á villtum dýrum.
Árlega eru 30 milljónir hunda drepnir í allri Asíu til kjötneyslu, samkvæmt Alþjóðlegu mannréttindasamtökunum (Humane Society International (HSI)).
Hins vegar er neysla á hundum ekki almenn í Kína. Meirihluti Kínverja segist aldrei hafa gert slíkt og muni ekki leggja sér þessa ferfætlinga sér til munns.
„Hundar og kettir sem gæludýr hafa myndað mun nánara samband við mannfólk en önnur dýr. Bann við neyslu á hundum, köttum og öðrum gæludýrum er algengt í þróuðum ríkjum líkt og í Hong Kong og Taívan,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum í Shenzhen.
Fjölmörg dýraverndunarsamtök fagna þessari ákvörðun.
Það skýtur hins vegar skökku við að á sama tíma heimila kínversk sjórnvöld að afurðir af skógarbjörnum séu nýttar í lækningarskyni gegn kórónuveirunni. Ekki hefur verið sýnt fram á með vísindalegum hætti að það hafi áhrif gegn veirunni.