Versta kreppan í Frakklandi síðan við lok seinni heimsstyrjaldarinnar gæti verið framundan vegna kórónuveirunnar. Þetta segir Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands.
„Verstu hagvaxtartölur í Frakklandi síðan árið 1945 voru -2,2 prósent árið 2009, eftir fjármálakreppuna 2008. Við verðum örugglega á mun verri stað en -2,2 prósentum“ á þessu ári, sagði Le Maire á franska þinginu.