Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst stöðva greiðslur Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
Í ávarpi sem hann flutti í gær sagði hann stofnunina einbeita sér fullmikið að Kína hvað kórónuveiruna varðar. Hann sagði WHO jafnframt hafa tekið margar rangar ákvarðanir þegar veiran var að breiðast út í Kína í byrjun árs.
The W.H.O. really blew it. For some reason, funded largely by the United States, yet very China centric. We will be giving that a good look. Fortunately I rejected their advice on keeping our borders open to China early on. Why did they give us such a faulty recommendation?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020
„Við ætlum að stöðva greiðslur til WHO,“ sagði Trump, en stuttu seinna sagði hann þó: „Ég er ekki að segja að ég ætli að gera það, við munum skoða að stöðva greiðslurnar.“
Bandaríkin greiða mest allra ríkja til stofnunarinnar árlega, eða um 58 milljónir dollara, sem nemur um 8,3 milljörðum króna.