Ein og hálf milljón hefur greinst með kórónuveiruna

Ein og hálf milljón tilfella af kórónuveirunni hefur greinst á heimsvísu og yfir 88 þúsund manns hafa látist af völdum hennar, samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins-háskólanum sem heldur utan um tölfræðina.

Flestir hafa greinst í Bandaríkjunum eða 432.132, næst á eftir kemur Spánn með 148.220 tilfelli og þar á eftir Ítalía, Þýskaland og Frakkland. Af þeim sem hafa greinst hafa tæplega 330 þúsund náð sér að fullu. 

Yfir 65 prósent dauðsfalla í heiminum af völdum verunnar eru skráð í Evrópu, þar af langflest á Ítalíu, Spáni og Frakklandi. 

Ráðamenn þjóðanna fara ýmsar leiðir í að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar, allt frá ströngu útgöngubanni til tilmæla fólks um að halda sig heima. Þjóðir heimsins eru misvel undirbúnar fyrir að takast á við faraldurinn.

Dreifa hjálpargögnum til Suður-Ameríku

Flugvél Sameinuðu þjóðanna flutti um 90 tonn af birgðum til Venesúela í gær. Í varningnum var meðal annars vatn, hreinsiefni og hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðistarfsfólk. Þar í landi hafa 167 greinst og níu látist af völdum veirunnar. Á síðustu árum hafa um fimm milljónir manna flúið heimkynni sín vegna framgöngu stjórnar Nicolas Maduros, sem hefur einkennst af harðræði. 

Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig aðstoðað önnur lönd í Suður-Ameríku.

Neyðarbirgðir fluttar til Suður-Ameríku.
Neyðarbirgðir fluttar til Suður-Ameríku. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert