ESB samdi um aðgerðapakka

Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, er lengst til hægri á …
Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, er lengst til hægri á myndinni. AFP

Fjár­málaráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna hafa náð sam­komu­lagi um 500 millj­arða evra aðgerðapakka fyr­ir ríki ESB sem eru í mest­um vanda vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Fram kem­ur í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar að ráðherr­un­um hafi tek­ist að binda enda á margra vikna ágrein­ing.

Kröf­ur Frakk­lands og Ítal­íu um sam­eig­in­leg lán voru lagðar til hliðar.

Ágrein­ing­ur­inn lá helst milli ríkja í norðanveðri og sunn­an­verðri álf­unni. Ítal­ir og Spán­verj­ar sökuðu ríki á borð við Þýska­land og Hol­land um aðgerðal­eysi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert