Nota fjöldagrafir í New York

Heilbrigðisstarfsmenn í hlífðarfatnaði í Brooklyn í New York.
Heilbrigðisstarfsmenn í hlífðarfatnaði í Brooklyn í New York. AFP

Myndir af líkkistum gröfnum ofan í jörðu í fjöldagröf í New York-borg hafa verið birtar. Aldrei hafa fleiri látist af völdum kórónuveirunnar í New York-ríki en síðasta sólarhring.

Á myndunum sjást starfsmenn í hlífðarfatnaði nota stiga til að fara ofan í stóra gröf þar sem búið er að raða líkkistum, að því er BBC greindi frá.

Gröfin er á Hart Island, sem hefur verið notuð sem grafreitur fyrir íbúa New York sem eiga engin skyldmenni á lífi eða hafa ekki efni á jarðarför.

Grafreiturinn hefur verið notaður í yfir 150 ár af borginni fyrir fjöldagrafir en líklegt er að margar af kistunum séu vegna fórnarlamba kórónuveirunnar.

Alls lét­ust 799 manns í New York á síðasta sól­ar­hring af völd­um kór­ónu­veirunn­ar. Þar með hafa yfir sjö þúsund látið lífið þar. 

 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert