Dómtóll uppreisnarsveita húta í Jemen dæmdi í dag fjóra blaðamenn til dauða fyrir landráð og njósnir.
Dómstóllinn „dæmdi fjóra blaðamenn til dauða fyrir landráð og njósnir í þágu annarra ríkja“, sagði í yfirlýsingu húta, en uppreisnarmenn fara með yfirráð höfuðborgarinnar Sanaa.
Ríkisstjórn Jemens, sem alþjóðasamfélagið viðurkennir, fordæmdi dóminn í dag.
„Við fordæmum þessa ólöglegu dauðadóma réttarhalda sem uppfylla ekki lágmarkskröfur um réttlæti og heiðarleika“ sagði upplýsingamálaráðherra Jemens, Moammar Al-Eryani, í twitterfærslu sinni. Þá nafngreindi hann blaðamennina sem Abdelkhaleq Omran, Akram Al Walidi, Harith Hamid og Tawfiq Al Mansouri.