Þeir sem hlýða ekki fyrirmælum suðurkóreskra stjórnvalda um fjarlægðarreglur munu nú þurfa að hafa á sér staðsetningararmband.
Þetta tilkynntu suðurkóresk stjórnvöld í dag, en yfirvöld geta nú þegar fylgst með staðsetningu íbúa í gegnum farsíma.
BBC greinir frá því að 57.000 íbúar Suður-Kóreu hafi ekki hlýtt fyrirmælum um að halda sig heima án þess að tekið væri eftir því með því að skilja farsíma sína eftir heima fyrir.
Kórónuveirufaraldurinn hefur náð hámarki í Suður-Kóreu og hefur nýjum smitum fækkað til muna síðan fyrstu smit greindust í febrúar. Samkvæmt yfirvöldum voru ný smit 30 talsins á föstudag, en heildarfjöldi smita í landinu er 10.480.