Boris Johnson útskrifaður af spítala

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hefur verið útskrifaður af spítala að sögn upplýsingafulltrúa í Down­ingstræti.

John­son hafði legið inni á St. Thom­as-spít­al­an­um í London með kór­ónu­veiruna síðan á sunnu­dag­inn en hann var flutt­ur á gjör­gæslu dag­inn eft­ir.

Á fimmtudagskvöld var hann fluttur af gjörgæslu yfir á almenna deild, þaðan sem hann var svo útskrifaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert