Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið útskrifaður af spítala að sögn upplýsingafulltrúa í Downingstræti.
Johnson hafði legið inni á St. Thomas-spítalanum í London með kórónuveiruna síðan á sunnudaginn en hann var fluttur á gjörgæslu daginn eftir.
Á fimmtudagskvöld var hann fluttur af gjörgæslu yfir á almenna deild, þaðan sem hann var svo útskrifaður.