„Hefði getað farið á hvorn veginn sem er“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er útskrifaður eftir viku dvöl á …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er útskrifaður eftir viku dvöl á spítala vegna kórónuveirunnar, þar af fjóra daga á gjörgæslu. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, segir að barátta hans við kórónuveiruna hefði getað farið á hvorn veginn sem er. 

Johnson var út­skrifaður af spít­ala í dag og hefur sent frá sér stutt ávarp sem hann birtir meðal annars á Twitter. „Ég vona að það sé í lagi þeirra vegna en ég verð að nefna tvo hjúkrunarfræðinga sérstaklega sem voru við sjúkrabeðinn í tvo sólarhringa þegar hlutirnir hefðu getað farið á hvorn veginn sem er,“ segir Johnson meðal annars.  

John­son hafði legið inni á St. Thom­as-spít­al­an­um í London með kór­ónu­veiruna síðan á síðasta sunnu­dag­ en hann var flutt­ur á gjör­gæslu á mánudag. Á fimmtu­dags­kvöld var hann flutt­ur af gjör­gæslu yfir á al­menna deild, þaðan sem hann var svo út­skrifaður.

Á meðan forsætisráðherrann náði fullum bata hélt staðfestum smitum og dauðsföll áfram að fjölga í Bretlandi og hafa nú yfir 10.000 látið lífið af völdum veirunnar í landinu. 737 létu lífið síðasta sólarhringinn, færri en sólarhringinn á undan, en heildardauðsföll eru orðin 10.612 talsins og smitin 79.885.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert