Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að barátta hans við kórónuveiruna hefði getað farið á hvorn veginn sem er.
Johnson var útskrifaður af spítala í dag og hefur sent frá sér stutt ávarp sem hann birtir meðal annars á Twitter. „Ég vona að það sé í lagi þeirra vegna en ég verð að nefna tvo hjúkrunarfræðinga sérstaklega sem voru við sjúkrabeðinn í tvo sólarhringa þegar hlutirnir hefðu getað farið á hvorn veginn sem er,“ segir Johnson meðal annars.
It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.
— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020
The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5
Johnson hafði legið inni á St. Thomas-spítalanum í London með kórónuveiruna síðan á síðasta sunnudag en hann var fluttur á gjörgæslu á mánudag. Á fimmtudagskvöld var hann fluttur af gjörgæslu yfir á almenna deild, þaðan sem hann var svo útskrifaður.
Á meðan forsætisráðherrann náði fullum bata hélt staðfestum smitum og dauðsföll áfram að fjölga í Bretlandi og hafa nú yfir 10.000 látið lífið af völdum veirunnar í landinu. 737 létu lífið síðasta sólarhringinn, færri en sólarhringinn á undan, en heildardauðsföll eru orðin 10.612 talsins og smitin 79.885.