Kvenleiðtogar náð hvað bestum árangri gegn kórónuveirunni

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Hvað eiga mörg þeirra landa sem hafa tek­ist á við kór­ónufar­ald­ur­inn með góðum ár­angri sam­eig­in­legt? Leiðtog­ar þess­ara landa eru marg­ir hverj­ir kon­ur. 

Í grein viðskipta­tíma­rits­ins For­bes er fjallað um það hvað kven­kyns leiðtog­ar hafa marg­ir hverj­ir tek­ist á við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn af miklu áræði og yf­ir­veg­un. „Þessi far­ald­ur leiðir í ljós að kon­ur hafa það sem til þarf þegar á reyn­ir,“ seg­ir í grein­inni. 

Minnst er á leiðtoga ým­issa landa, mis­stórra og fjöl­mennra, sem hafa með ákvörðunum sín­um náð mun betri ár­angri í bar­átt­unni við veiruna en ýmis önn­ur lönd með skjót­um og staðföst­um viðbrögðum. 

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, var strax frá upp­hafi hrein­skil­in um al­var­leika veirunn­ar. Hún sagði þjóð sinni af hrein­skilni að allt að 70% þjóðar­inn­ar gætu smit­ast af veirunni ef ekki yrði brugðist rétt við. „Þetta er al­var­legt. Takið þetta al­var­lega,“ sagði Merkel og þýska þjóðin gerði það. Sýna­tök­ur hóf­ust strax í upp­hafi og smit og dauðsföll eru mun færri en í öðrum lönd­um Evr­ópu eins og Bretlandi, Ítal­íu og Spáni. 

Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Tsai Ing-wen, for­seti Taív­an. AFP

Tsai Ing-wen, leiðtogi Taívans, var á meðal fyrstu þjóðarleiðtog­anna til að grípa til aðgerða. Strax í byrj­un janú­ar þegar fyrstu vís­bend­ing­ar um far­ald­ur­inn komu í ljós kynnti Ing-wen 124 aðgerðir sem farið var í til að koma í veg fyr­ir út­breiðslu í Taív­an, án þess að grípa þyrfti til út­göngu­banns eða álíka rót­tækra aðgerða. Nú hafa Taívan­ar sent 10 millj­ón­ir and­lits­gríma til Banda­ríkj­anna og Evr­ópu, en frétta­stöðin CNN sagði viðbrögð Ing-wen vera ein þau bestu í heim­in­um, en aðeins sex hafa lát­ist í Taív­an af völd­um kór­ónu­veirunn­ar.

Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja Sjálands.
Jac­inda Arden, for­sæt­is­ráðherra Nýja Sjá­lands. AFP

Jac­inda Arden, for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, greip fljótt til út­göngu­banns. Koma fólks til lands­ins var strax frá upp­hafi tak­mörkuð og fólk hvatt til að halda sig heima. Aðeins fjór­ir hafa lát­ist á Nýja-Sjálandi af völd­um veirunn­ar, en Arden hyggst þó ekki aflétta tak­mörk­un­um fyrr en sér­fræðing­ar telja það ör­uggt.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs. AFP

For­bes fjallaði einnig um Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra Íslands, og þá sér­stak­lega sýna­tök­ur Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. „Flest lönd hafa tak­markað sýna­tök­ur hjá þeim sem sýna ein­kenni. Ísland er ekki með neitt hálf­kák. Miðað við höfðatölu hef­ur landið tekið sýni hjá fimm sinn­um fleir­um en Suður-Kórea og kynnt ná­kvæmt staðsetn­ing­ar­kerfi sem hef­ur komið í veg fyr­ir út­göngu­bann og jafn­vel lok­an­ir skóla,“ seg­ir í grein­inni. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur. AFP

Þá var þeim Sönnu Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Finna, og Ernu Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, einnig hrósað fyr­ir sín viðbrögð. Mar­in hef­ur lagt áherslu á sam­starf við áhrifa­valda á net­inu til að ná til ungs fólks og Sol­berg hélt blaðamanna­fund þar sem full­orðnir voru ekki vel­komn­ir og aðeins spurn­ing­um barna svarað. Þá er einnig minnst á Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, í grein­inni.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finlands.
Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Fin­lands. AFP
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka