Sanders styður Biden

Sanders (til vinstri) og Biden á samsettri mynd.
Sanders (til vinstri) og Biden á samsettri mynd. AFP

Bernie Sanders ætlar að styðja fyrrverandi andstæðing sinn Joe Biden í baráttunni um embætti forseta Bandaríkjanna.

Hann segir að tími sé kominn til að sameinast gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta en forsetakosningarnar fara fram í nóvember.

„Við verðum að standa saman og sigra hættulegasta forseta nútímans,“ sagði Sanders á Twitter, skömmu eftir að hann birtist óvænt í beinni útsendingu sem Biden stóð fyrir þar sem Sanders lýsti yfir stuðningi sínum við varaforsetann fyrrverandi.

Sanders sóttist eftir því að verða tilnefndur af Demókrataflokknum sem forsetaefni en dró sig í hléí síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert