Samdráttur á heimsvísu mun nema um 3 prósentum á þessu ári sem er mesti samdráttur sem ríki heims hafa hafa staðið frammi fyrir í áratugi eða allt frá kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). BBC greinir frá.
Í spá gjaldeyrissjóðsins segir að kórónuveirufaraldurinn hafi keyrt heiminn allan inn í kreppuástand sem eigi sér engan líkan. Verði faraldurinn viðvarandi og þær aðgerðir sem ríki hafa gripið til framhaldið í einhvern tíma, muni það reyna á þolmörk ríkjanna og getu þeirra til að takast á við ástandið.
Sjóðurinn hrósaði Bretlandi, Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum fyrir skynsamlegar aðgerðir og viðbrögð við faraldrinum, en ekkert ríki muni þó fara varhluta af niðursveiflunni.
Sérfræðingar sjóðsins telja þó að viðsnúningur verði á næsta ári og þá verði hagvöxtur um 5,8 prósent, að því að gefnu að faraldurinn fjari að mestu leyti út á næstu mánuðum.