Sláandi dánartölur frá Wuhan

00:00
00:00

Yf­ir­völd í kín­versku borg­inni Wu­h­an birtu í dag töl­ur um að 50% fleiri hafi lát­ist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í borg­inni en áður hef­ur verið haldið fram. COVID-19 veir­an greind­ist fyrst í Wu­h­an í des­em­ber og hef­ur síðan dregið 146 þúsund manns til dauða. Tæp­lega 2,2 millj­ón­ir jarðarbúa hafa greinst smitaðir af kór­ónu­veirunni frá því í des­em­ber.

Borg­ar­yf­ir­völd halda því nú fram að um mis­tök hafi verið að ræða í upp­lýs­inga­gjöf þar sem dauðsföll­in hafi annaðhvort verið rang­lega skráð eða ein­fald­lega ekki skráð. Alls er um 1.290 dauðsföll að ræða sem þýðir að sú tala sem gef­in er upp núna í Wu­h­an er að 3.869 hafi lát­ist af völd­um veirunn­ar í Wu­h­an, seg­ir í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar.

Talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Zhao Liji­an, seg­ir sam­kvæmt frétt AFP-frétta­stof­unn­ar að alls ekki hafi verið um felu­leik að ræða held­ur hafi far­sótt­in breiðst það hratt út að erfitt hafi verið að halda utan um töl­ur yfir látna á þeim tíma­punkti. 

Kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir að töl­urn­ar komi í kjöl­far sann­próf­un­ar á töl­fræði yfir dauðsföll af völd­um COVID-19 og að slík sann­próf­un hafi verið gerð til að tryggja að fyllstu ná­kvæmni sé gætt. Töl­ur séu yfir sjúk­linga sem lét­ust áður en þeir komust á sjúkra­hús og eins upp­lýs­ing­ar um látna sem hafi borist seint og illa. 

Frétt Guar­di­an

Þessi mis­tök koma í ljós á sama tíma og efa­semd­ir um gagn­sæi kín­verskra yf­ir­valda um upp­tök veirunn­ar og fleira henni tengt aukast dag frá degi í heim­in­um.

Í færslu borg­ar­yf­ir­valda á sam­fé­lags­miðlum í dag er greint frá þess­ari fjölg­un dauðsfalla en flest­ir þeirra sem bæði veikt­ust og lét­ust af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í janú­ar og fe­brú­ar voru í Wu­h­an og ná­grenni. Þetta þýðir að dauðsföll­um í Kína fjölgaði um 39% og er heild­artala lát­inna nú 4.632 sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um í Kína.

Kín­versk yf­ir­völd hafa sætt harðri gagn­rýni að und­an­förnu frá vest­ræn­um ríkj­um, ekki síst Banda­ríkj­un­um, varðandi upp­lýs­inga­gjöf varðandi áhrif kór­ónu­veirunn­ar á landið. Nú er talað um að rann­saka hvort veir­an eigi hrein­lega upp­tök sín á kín­verskri rann­sókn­ar­stofu, ekki á mat­væla­markaði í Wu­h­an líkt og hingað til hef­ur komið fram. Á mat­ar­markaðnum eru meðal ann­ars seld villt dýr til mann­eld­is.

Frétt BBC

Frétt CNN

Ein af þeim skýr­ing­um sem yf­ir­völd í Wu­h­an gefa nú á því hvers vegna upp­lýs­ing­ar um fjölda lát­inna hafi ekki verið rétt­ar er sú að álagið hafi verið mikið á heil­brigðis­starfs­menn í borg­inni og því hafi dauðsföll verið skráð seint og illa. Jafn­framt að ein­hverj­ir sjúk­ling­ar hafi lát­ist á heim­il­um sín­um og þau dauðsföll hafi ekki verið rétt skráð.

Íbúar Wu­h­an, 11 millj­ón­ir tals­ins, bjuggu við út­göngu­bann í 11 vik­ur vegna veirunn­ar og er aðeins stutt síðan þeir fengu heim­ild til þess að yf­ir­gefa heim­ili sín, seg­ir í frétt BBC.

í fyrsta skipti í ára­tug er um sam­drátt að ræða í kín­versku efna­hags­lífi en verg lands­fram­leiðsla dróst sam­an um 6,8% í Kína á fyrsta árs­fjórðungi sam­an­borið við sama tíma í fyrra. Stjórn­völd í Kína hafa þurft, líkt og flest ríki heims, að grípa til harðra aðgerða vegna COVID-19. Aðgerðir sem hafa nán­ast lamað hag­kerfi heims­ins. 

Þetta er í fyrsta skipti sem ekki mæl­ist hag­vöxt­ur í þessu næst­stærsta hag­kerfi heims frá því yf­ir­völd í Pek­ing hófu að birta op­in­ber­lega hag­töl­ur snemma á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar. Á fjórða árs­fjórðungi í fyrra nam hag­vöxt­ur­inn 6%. 

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn spá­ir því að hag­vöxt­ur í Kína muni nema 1,2% ár en 9,2% á næsta ári. Sjóður­inn hef­ur birt afar svart­sýna hag­vaxt­ar­spá yfir heim­inn í ár og spá­ir AGS því nú að sam­drátt­ur­inn verði sá mesti frá því í krepp­unni miklu und­ir lok þriðja ára­tug­ar síðustu ald­ar. 

Bætt við klukk­an 14:20 - til þess að taka af all­an vafa þá hafa ekki verið lagðar fram nein­ar sann­an­ir sem hrekja það að veir­an eigi upp­tök sín á mat­ar­markaðnum í Wu­h­an.

Guar­di­an

CNN

BBC

Staðreynda­vakt AFP

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert