Flest ríki heims eru enn á byrjunarstigi hvað varðar viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að enn er meirihluti jarðarbúa berskjaldaðir fyrir veirunni.
„Ekki gera mistök, það er langur vegur fram undan. Þessi veira verður meðal vor lengi,“ sagði Ghebreyesus. Hann fullyrti jafnframt að stofnunin hafi lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar á hárréttum tímapunkti. „Heimsbyggðin hafði nægan tíma til að bregðast við.“
Media briefing on #COVID19 with @DrTedros. https://t.co/u8sWlKpEXk
— World Health Organization (WHO) (@WHO) April 22, 2020
Alls hafa 2,6 milljónir smita kórónuveirunnar verið staðfest í heiminum frá því að faraldurinn braust út í Kína og 180.784 hafa látið lífið.