Kínversk yfirvöld eru sögð hafa sent teymi sérfræðingalækna til Norður-Kóru í tengslum við læknisfræðilegt ástand Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu.
Fréttamiðlum hefur síðustu daga ekki borið saman um hvert ástandið á leiðtoganum er, en Reuters hefur fyrir satt að þetta teymi hafi verið sent til þess að veita ráðgjöf um heilsufar hans.
Orðrómur hefur verið á kreiki um veikindi leiðtogans, sem er 36 ára að aldri, eftir að hann mætti ekki á hátíðarhöld í tilefni af afmælisdegi afa síns í liðinni viku. Upplýsingar um innlagnir á sjúkrahús hafa verið torsóttar fyrir vestræna fjölmiðla, enda yfirvöld á staðnum ekki fús að láta þær af hendi. Hitt er vitað, að leiðtoginn er ekki við góða heilsu, er til að mynda mikill reykingamaður og sagður offitusjúklingur.
Suðurkóreski fréttavefurinn Daily Nk hafði greint frá þvíað Kim væri að jafna sig í húsi sínu í fjöllunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í síðustu viku. Vefurinn vísaði í eina ónafngreinda heimild fyrir þeim tíðindum og fréttamiðlinum er haldið úti af af fólki sem hefur flúið Norður-Kóreu.
Farið er yfir stöðu mála í myndbandinu að neðan, hjá Deutsche Welle: