Læknar sendir til N-Kóreu vegna heilsu leiðtogans

Óvíst er um heilsu Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu.
Óvíst er um heilsu Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu. AFP

Kínversk yfirvöld eru sögð hafa sent teymi sérfræðingalækna til Norður-Kóru í tengslum við læknisfræðilegt ástand Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Fréttamiðlum hefur síðustu daga ekki borið saman um hvert ástandið á leiðtoganum er, en Reuters hefur fyrir satt að þetta teymi hafi verið sent til þess að veita ráðgjöf um heilsufar hans.

Orðróm­ur hef­ur verið á kreiki um veik­indi leiðtog­ans, sem er 36 ára að aldri, eft­ir að hann mætti ekki á hátíðar­höld í til­efni af af­mæl­is­degi afa síns í liðinni viku. Upplýsingar um innlagnir á sjúkrahús hafa verið torsóttar fyrir vestræna fjölmiðla, enda yfirvöld á staðnum ekki fús að láta þær af hendi. Hitt er vitað, að leiðtoginn er ekki við góða heilsu, er til að mynda mikill reykingamaður og sagður offitusjúklingur.

Suðurkór­eski frétta­vef­ur­inn Daily Nk hafði greint frá þvíað Kim væri að jafna sig í húsi sínu í fjöll­un­um eft­ir að hafa farið í hjartaaðgerð í síðustu viku. Vef­ur­inn vísaði í eina ónafn­greinda heim­ild fyr­ir þeim tíðindum og fréttamiðlinum er haldið úti af af fólki sem hef­ur flúið Norður-Kór­eu.

Farið er yfir stöðu mála í myndbandinu að neðan, hjá Deutsche Welle:

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert