Greindust aftur með smit

Þinganes í Þórshöfn í Færeyjum.
Þinganes í Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Ómar

Sjö manns hafa í þessum mánuði greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum, eftir að hafa greinst áður með smit. Ekki er með öllu víst hvort fólki hafi jafnað sig af veirunni og síðar smitast aftur, eða þá hvort að um sama viðvarandi smitið sé að ræða.

Landlæknir Færeyja, Lars Fodgaard Møller, sagði líkur hníga að seinni möguleikanum í samtali við Kringvarpið í gær.

Nokkrir dagar höfðu þá liðið síðan síðast hafði greinst tilfelli í Færeyjum, en fjöldi fólks í sóttkví á sama tíma nær tvöfaldast. Var ástæðan þá þessi, en þeir sem átt höfðu samneyti við þá smituðu þurftu að fara í sóttkví.

„Við vitum ekki hvort þau hafi smitað aðra, svo að kannski er engin hætta á því, en til vonar og vara þá ákváðum við að láta alla í sóttkví sem höfðu verið með þeim.“

Alls hafa 187 smit verið staðfest í Færeyjum og eru níu þeirra enn virk. 48 eru í sóttkví en enginn á sjúkrahúsi. 6.548 manns hafa verið prófaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert