Smitum fjölgar eftir tilslakanir í Þýskalandi

Angela Merkel kanslari Þýskalands varar við að tilslakanir verði gerðar …
Angela Merkel kanslari Þýskalands varar við að tilslakanir verði gerðar of snemma. AFP

Til­fell­um fjölg­ar sem og dauðsföll­um af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Þýskalandi eft­ir að til­slak­an­ir voru gerðar í sam­fé­lag­inu þar sem meðal ann­ars hinar ýmsu versl­an­ir voru opnaðar á nýj­an leik. 

Smit­in þar í landi eru nú kom­in í 1,0 sem þýðir að að meðaltali smit­ar ein mann­eskja sem er með veiruna aðra til viðbót­ar. Veiru­fræðing­ar og ráðherr­ar hafa ít­rekað bent á að þessi tala þyrfti að kom­ast niður fyr­ir 1. til að ná að hemja út­breiðsluna. Þeim ár­angri hafði verið náð um miðjan apríl þegar þessi tala var kom­in niður í 0,7.

Alls hafa greinst 156.337 með veiruna og dauðsföll er orðin 5.913 tals­ins. 

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hef­ur varað við að ríki inn­an lands­ins slaki of snemma á hert­um regl­um. Það gæti orðið til þess að veir­an blossi upp aft­ur. Heil­brigðis­kerfi lands­ins á í erfiðleik­um með að sinna sjúk­ling­um ef smit­hlut­fallið verður mikið hærra en 1,1, seg­ir Merkel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert