Telur stutt í hjarðónæmi

Svíar gripu ekki til jafn harðra aðgerða og margar aðrar …
Svíar gripu ekki til jafn harðra aðgerða og margar aðrar þjóðir. Myndin er tekin í Stokkhólmi fyrir viku. AFP

Sendi­herra Svíþjóðar í Banda­ríkj­un­um seg­ir lík­ur á að hjarðónæmi mynd­ist gegn kór­ónu­veiru í Stokk­hólmi í maí næst­kom­andi, en þar í landi hafa stjórn­völd gripið til tals­vert væg­ari aðgerða til að sporna gegn út­breiðslu veirunn­ar en víðast hvar ann­ars staðar í Evr­ópu.

„Um 30% íbúa Stokk­hólms hafa myndað ónæmi,“ sagði Kar­in Ulrika Olofs­dotter, sendi­herra Svíþjóðar í Banda­ríkj­un­um, í sam­tali við banda­rísku út­varps­stöðina NPR í Washingt­on. „Við gætum jafn­vel náð hjarðónæmi í höfuðborg­inni strax í næsta mánuði.“

Alls eru nú um 20 þúsund staðfest tilfelli kórónuveiru í Svíþjóð og hafa hátt í 2.400 látist vegna Covid-19.

Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert