Yfirvöld í Kanada banna hríðskotavopn

22 létust í árásinni sem átti sér stað þann 18. …
22 létust í árásinni sem átti sér stað þann 18. apríl síðastliðinn. AFP

Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, til­kynnti í dag að sett yrði bann á eign­ar­hald og notk­un á hernaðarleg­um hríðskota­vopn­um í land­inu. Bannið er sett í kjöl­far skotárás­ar í apr­íl­mánuði sem varð til þess að 22 létu lífið. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

„Þessi vopn eru hönnuð í ein­um til­gangi og aðeins ein­um til­gangi: að drepa sem flesta á sem skemmst­um tíma,“ sagði Trudeau. „Það er hvorki þörf né staður fyr­ir slík vopn í Kan­ada,“ bætti hann við.

Skotárás­in sem um ræðir átti sér stað þann 18. apríl síðastliðinn í Nova Scotia og er sú mann­skæðasta í sögu Kan­ada. Lög­regla leitaði árás­ar­manns­ins í 13 tíma eft­ir árás­ina en hann var að lok­um skot­inn til bana.

Lög­regl­an hef­ur greint frá því að árás­armaður­inn, Gabriel Wortman, 51 árs tannsmiður, hafi haft nokkr­ar byss­ur í fór­um sín­um og minnsta kosti ein þeirra hafi flokk­ast sem hríðskota­byssa.

Trudeau sagði enga þörf fyrir hríðskotavopn í Kanada.
Trudeau sagði enga þörf fyr­ir hríðskota­vopn í Kan­ada. AFP

Trudeau sagði í yf­ir­lýs­ingu sinni að þeir sem ættu slík vopn fengju tveggja ára frest til að skila þeim inn til yf­ir­valda, en sá hátt­ur­inn er hafður á svo ríkið verði ekki skaðabóta­skylt. En að lok­um yrðu sett lög sem skylduðu eig­end­ur vopn­anna til að skila þeim inn.

„En frá og með deg­in­um í dag er ólög­legt að kaupa, eða flytja inn hernaðarleg hríðskota­vopn í þetta land.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert