Feðgar skutu óvopnaðan mann

Kross með blómum og bókstafnum A við hverfið Satilla Shores …
Kross með blómum og bókstafnum A við hverfið Satilla Shores þar sem Arbery var skotinn til bana. AFP

Feðgar hafa verið hand­tekn­ir og ákærðir fyr­ir að hafa skotið óvopnaðan svart­an mann, Ahmaud Arbery, til bana í banda­ríska rík­inu Georgíu.

Greg­ory McMichael, 64 ára, og son­ur hans Tra­vis McMichael, 34 ára, voru hand­tekn­ir í gær. Báðir voru þeir ákærðir fyr­ir morð og lík­ams­árás.

Mik­il reiði greip um sig vik­urn­ar eft­ir skotárás­ina vegna þess að lög­regl­unni tókst ekki að sanna að feðgarn­ir, sem eru hvít­ir, hefðu verið að verki, að sögn BBC. 

Að sögn sak­sókn­ara­embætt­is­ins í Georgíu voru feðgarn­ir báðir vopnaðir og var það son­ur­inn sem skaut Arbery til bana.

Eltu Arbery á pall­bíl

Arbery, 25 ára, var úti að skokka í strand­borg­inni Brunswick í fe­brú­ar þegar at­vikið átti sér stað. Í skýrslu lög­regl­unn­ar kem­ur fram að Greg­ory McMichael sagðist hafa komið auga á Arbery og talið að hann líkt­ist grunuðum manni sem tengd­ist röð inn­brota.

Feðgarn­ir sóttu vopn­in sín og eltu Arbery á pall­bíl. Í skýrsl­unni seg­ir Greg­ory að hann og son­ur hans hefðu sagt „stoppaðu, stoppaðu, við vilj­um tala við þig“ og að Arbery hefði þá ráðist á son hans. Skot­um var hleypt af og féll Arbery til jarðar.

Móðir Arbery sagði að lög­regl­an hefði greint henni frá að son­ur henn­ar hefði tengst inn­brot­um áður en skotárás­in átti sér stað en að fjöl­skyld­an trúi ekki að hann hefði framið glæp. Hann hafi verið mik­ill skokk­ari og að hann hafi verið óvopnaður.

Dómshúsið í Brunswick í Georgíu.
Dóms­húsið í Brunswick í Georgíu. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert