„Flóðbylgja haturs og rasisma“ vegna veirunnar

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að allt verði gert til að binda enda á „fljóðbylgju haturs og rasisma“ vegna kórónuveirunnar.

Guterres nefndi þó engin lönd þessu til stuðnings.

„Faraldurinn heldur áfram að valda flóðbylgju haturs og rasisma, skuldinni er skellt á aðra og hræðsluáróðri beitt,“ sagði hann í yfirlýsingu.

„Andúð í garð útlendinga hefur grasserað á netinu og á götum úti. Samsæriskenningar sem tengjast gyðingaandúð hafa breiðst út og einnig áróður gegn múslímum vegna COVID-19.“

Að sögn Guterres hefur verið litið á farandfólk og flóttamenn sem „illmenni og uppsprettu veirunnar og þeim neitaður aðgangur að heilbrigðisþjónustu“.

Bætti hann við að „blaðamenn, uppljóstrarar, heilbrigðisstarfsmenn, hjálparstarfsmenn og þeir sem berjast fyrir mannréttindum hafi verið ofsóttir fyrir að vinna sína vinnu“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka