Munnhjóst við blaðamann og sleit fundi

00:00
00:00

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, sleit dag­leg­um blaðamanna­fundi vegna kór­ónu­veirunn­ar eft­ir að hann og fréttamaður CBS munn­hjugg­ust um um­mæli Trumps um stöðu Banda­ríkj­anna. 

Weijia Jiang, frétta­kona CBS News, spurði Trump hvers vegna hann héldi áfram að halda því fram að Banda­rík­in stæðu sig bet­ur en önn­ur ríki þegar kæmi að sýna­töku vegna kór­ónu­veirunn­ar. „Hvers vegna skipt­ir það máli?“ spurði Ji­ans. „Hvers vegna er þessi enda­lausi alþjóðlegi sam­an­b­urður á sama tíma og Banda­ríkja­menn eru að deyja?“

„Þeir eru að deyja hvar sem er í heim­in­um,“ svaraði Trump. „Og kannski er það spurn­ing sem þú ætt­ir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig, spurðu Kína þeirr­ar spurn­ing­ar, allt í lagi?“ svaraði Trump. 

Ji­ans, sem er skráð á Twitter sem kín­versk en fædd í Vest­ur-Virg­in­íu, þrýsti áfram á Trump. „Herra, hvers vegna ert þú að beina þessu sér­stak­lega til mín?“ og ýjaði þar að því að Trump vísaði þar til upp­runa henn­ar. „Ég segi þetta við hvern þann sem spyr ill­kvitt­inna spurn­inga sem þess­ar­ar,“ svaraði Trump. 

Hann reyndi síðan að beina at­hygl­inni að öðrum frétta­manni en Ji­ans hélt áfram að þrýsta á Trump vegna viðbragða hans. Fyrst kallaði hann að ann­arri frétta­konu en án þess að hún næði að svara kallaði hann á ein­hverja aðra. Þegar sú frétta­kona reyndi að spyrja for­set­ann ákvað Trump skyndi­lega að slíta blaðamanna­fund­in­um og gekk inn í Hvíta húsið, að því er seg­ir í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar.

Líkt og oft áður voru sam­fé­lags­miðlar ekki lengi að bregðast við og fór myllu­merkið #StandWit­hWeijiaJiang fljót­lega af stað á Twitter.

April Ryan, fréttamaður og stjórn­mála­skýr­andi á CNN, sem hef­ur ít­rekað átt í orðaskaki við Trump, skrifaði á Twitter: „Vel­kom­in í klúbb­inn! Þetta er sjúkt! Þetta er ávani hjá hon­um!“

Yfir 80 þúsund hafa dáið af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Banda­ríkj­un­um en rúm­lega 1,3 millj­ón­ir smita hafa verið staðfest í land­inu. Hvergi í heim­in­um eru smit jafn mörg og í Banda­ríkj­un­um og einnig dauðsföll af völd­um COVID-19.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert