Óviðunandi að Bandaríkin fái bóluefnið fyrst

Fjöldi lyfjafyrirtækja um heim allan vinnur nú hörðum höndum að …
Fjöldi lyfjafyrirtækja um heim allan vinnur nú hörðum höndum að því að þróa bóluefni gegn COVID-19. AFP

Stjórnvöld í Frakklandi segja það óviðunandi að franska lyfjafyrirtækið Sanofi ætli að setja bandarískan markað í forgang þegar tekist hefur að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni.

Forstjóri Sanofi lét þau orð falla að bandarísk stjórnvöld hefðu forkaupsrétt á fyrstu stóru pöntuninni af bóluefninu vegna þess að þau væru staðráðin í að taka áhættuna. 

Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, segir hins vegar að ekki komi annað til greina en að bóluefnið verði aðgengilegt öllum.

Fjöldi lyfjafyrirtækja um heim allan vinnur nú hörðum höndum að því að þróa bóluefni gegn COVID-19, en venjulega tekur nokkur ár að þróa nýtt bóluefni.

Forstjóri Sanofi lét þau orð falla að bandarísk stjórnvöld hefðu …
Forstjóri Sanofi lét þau orð falla að bandarísk stjórnvöld hefðu forkaupsrétt á fyrstu stóru pöntuninni af bóluefninu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka