„Ekki kjósa mig ef þið trúið henni“

Joe Biden, forsetaefni Demókrata.
Joe Biden, forsetaefni Demókrata. AFP

Forsetaefni Demókrata, Joe Biden, segir að kjósendur skuli ekki kjósa hann trúi þeir ásökunum Töru Reade á hendur honum. Hefur Tara, sem starfaði með Biden, sakað frambjóðandann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir 27 árum. Biden hefur ávallt neitað ásökunum hennar. 

Að sögn Bidens eiga ásakanirnar sér ekki stoð í veruleikanum, en frambjóðandanum hefur reynst erfitt að sannfæra bandaríska kjósendur um það. Síðast í gær var Biden spurður um málið í viðtali á sjónvarpsstöðinni, MSNBC. 

„Fólk verður að kjósa með hjartanu og ef það trúir henni þá ætti það sennilega ekki að kjósa mig. Ég myndi allavega ekki kjósa mig ef ég tryði ásökunum hennar,“ sagði Biden, sem kveðst jafnframt ekki muna eftir Töru frá því að þau störfuðu saman.

Það er þó ekki í fyrsta sinn sem Biden misminnir eða gleymir atvikum, en slíkt hefur hefur talsvert verið notað gegn honum í kosningabaráttunni til þessa. Hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, jafnframt gefið honum nafnið Þreytti-Joe (e.Sleepy Joe) sökum þessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert