Ekkert lát á blóðtöku Svía

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Ann Linde utanríkisráðherra greina frá …
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Ann Linde utanríkisráðherra greina frá gangi mála í kórónufaraldrinum á blaðamannafundi á miðvikudaginn. AFP

Sænsk­ir fjöl­miðlar greina í dag frá 28 nýj­um dauðsföll­um af völd­um kór­ónu­veirunn­ar og nem­ur blóðtaka þjóðar­inn­ar í veirufar­aldr­in­um nú 3.674 manns­líf­um, en 29.677 eru smitaðir af veirunni svo vitað sé. Dauðsföll­um í land­inu hef­ur þó fækkað veru­lega eins og ann­ars staðar síðustu vik­ur.

Dauðsföll­in í Svíþjóð eru al­gjör­lega úr sam­ræmi við ná­granna­lönd­in í Skandi­nav­íu þar sem flest­ir, utan Svíþjóðar, hafa lát­ist í Dan­mörku, 543, í Nor­egi 232 og 297 í Finn­landi. Sænsk yf­ir­völd ákváðu að bíða að mestu leyti fram í apríl með að grípa til ráðstaf­ana gegn út­breiðslu veirunn­ar og svaraði sótt­varna­lækn­ir lands­ins, And­ers Teg­nell, harðri gagn­rýni 22 sænskra vís­inda­manna, sem rituðu grein um málið í Dagens Nyheter í apríl, full­um hálsi og rök­studdi mál sitt meðal ann­ars með því að mun fleiri væru látn­ir í New York en Svíþjóð.

Joh­an Giesecke, fyrr­ver­andi sótt­varna­lækn­ir Svíþjóðar, sem á sín­um tíma réð Teg­nell til starfa við embætti sitt, hélt því blákalt fram í viðtali við norska Dag­bla­det 26. mars að Sví­ar væru að gera það eina rétta, önn­ur lönd væru á hrein­um villi­göt­um í ráðstöf­un­um sín­um gegn veirunni og er lík­lega óhætt að segja það nú, að orð sótt­varna­lækn­is­ins fyrr­ver­andi hafi orðið fleyg fyr­ir þá kald­hæðni sem ör­lög­in skópu þeim.

Sum­ar­bú­staðabann Norðmanna „heimska“

Meðal þeirra sem fengu aus­una yfir sig frá Giesecke var norski heil­brigðisráðherr­ann Bent Høie sem skömmu áður hafði bannað Norðmönn­um að fara í sum­ar­bú­staði í önn­ur sveit­ar­fé­lög. „Sum­ar­bú­staðabannið er al­gjört rugl. Þetta býður bara hætt­unni heim. Grípi ráðamenn til ráðstaf­ana sem al­menn­ing­ur tel­ur óviðeig­andi fer fólk bara að hafa efa­semd­ir um þá sem valdið hafa. Þetta er bara heimska,“ sagði Giesecke við Dag­bla­det án þess að blikna.

Sjúkraliði hreinsar útbúnað sjúkrabifreiðar eftir að sjúklingur var fluttur með …
Sjúkra­liði hreins­ar út­búnað sjúkra­bif­reiðar eft­ir að sjúk­ling­ur var flutt­ur með hon­um á gjör­gæslu­deild Dand­eryd-sjúkra­húss­ins skammt frá Stokk­hólmi í vik­unni. Hátt í 4.000 manns eru látn­ir af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Svíþjóð. AFP

„Enn þá er gríðarlegt álag á heil­brigðis­kerf­inu vegna far­ald­urs­ins,“ sagði Johanna Sandwall, deild­ar­stjóri al­manna­varna­deild­ar Vel­ferðarráðs Svíþjóðar (Socialstyr­el­sen), í sam­tali við sænsku sjón­varps­stöðina TV4 í gær.

Hún sagði 398 sjúk­linga nú liggja á gjör­gæslu­deild­um vegna kór­ónu­veiru­smits og væru þeir, sem hefðu heilsu til, flutt­ir svo fljótt sem verða mætti yfir á aðrar deild­ir til að draga eft­ir föng­um úr álag­inu á gjör­gæslu.

Full­yrðing­ar Giesecke hæpn­ar

Frode For­land, deild­ar­stjóri sótt­varna­deild­ar norsku lýðheilsu­stofn­un­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir hvorn tveggja, And­ers Teg­nell og for­vera hans Joh­an Giesecke, í sam­tali við sænska dag­blaðið Expressen í dag. Seg­ir For­land þá full­yrðingu Teg­nell og stofn­un­ar hans alranga að ekki sé hægt að stöðva veiruna, aðeins lækka smit­kúrf­una, það er út­breiðslu­hraða veirunn­ar.

Dr. Lars Falk, læknir á EKMO-deild (Extrakorporeal membranoxidering) Karolinska-sjúkrahússins í …
Dr. Lars Falk, lækn­ir á EKMO-deild (Extra­korpor­eal membranox­i­der­ing) Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi, fylg­ist með kór­ónu­veiru­sjúk­lingi í önd­un­ar­vél. AFP

Eins seg­ir hann Giesecke kasta fram mjög hæpn­um full­yrðing­um um þær ráðstaf­an­ir sem Sví­ar hafi gripið til og ekki síður um ráðstaf­an­ir annarra landa. „Hann ætti að sýna meiri auðmýkt. Það er mjög margt sem við ekki vit­um um þessa veiru,“ seg­ir deild­ar­stjór­inn.

Sænska Dag­bla­det náði tali af Giesecke sem játaði þá að hann kynni að hafa stigið fram með hroka og baðst vel­v­irðing­ar á því, en kvaðst engu að síður sitja fast við sinn keip varðandi þá skoðun sína að Sví­ar hefðu gripið til öfl­ug­ustu ráðstaf­an­anna gegn kór­ónu­veirunni.

TV4

Expressen

Aft­on­bla­det (22 vís­inda­menn gagn­rýna viðbrögð við veirunni)

Dag­bla­det (rætt við Joh­an Giesecke 26. mars)

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert