Kallar WHO „strengjabrúðu Kínverja“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ina (WHO) í dag og sagði stofnunina „strengjabrúðu Kínverja“. Hann ítrekaði að Bandaríkjamenn ætluðu að stöðva fjárframlög sín til stofnunarinnar.

„Þetta er strengjabrúða Kínverja, stofnunin er höll undir skoðanir Kínverja svo ég orði þetta á annan hátt,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

Trump sagði að Bandaríkjamenn greiddu árlega um 450 milljónir dollara til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, mest allra þjóða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert