Trump tekur umdeilt malaríulyf

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti greindi frá því á blaðamanna­fundi í Hvíta hús­inu í dag að hann tæki malaríu­lyfið hydroxychloroquine. Skipt­ar skoðanir eru á meðal lækn­is­menntaðra um hvort lyfið virki gegn kór­ónu­veirunni.

Dr. Ant­hony S. Fauci, einn helsti sér­fræðing­ur for­seta Banda­ríkj­anna varðandi far­sótt­ina, hef­ur beðið fólk um að fara var­lega í að nota lyf­ið þar sem ekki liggi fyr­ir nein staðfest­ing á að það virki á veiruna.

Trump benti á að hann hefði fengið nei­kvæða niður­stöðu úr veiru­prófi og sýndi eng­in ein­kenni. Engu að síður hefði hann tekið malaríu­lyfið í um eina og hálfa viku.

„Ég tek töflu á hverj­um degi,“ sagði Trump.

Aðspurður sagðist hann gera það vegna þess að það væri gott og hann hefði heyrt góðar sög­ur.

Donald Trump.
Don­ald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert