Samþykkja sjálfstæða rannsókn á WHO

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­unin (WHO).
Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­unin (WHO). AFP

Aðild­ar­ríki Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) samþykktu í dag að hefja sjálf­stæða rann­sókn á viðbrögðum stofn­un­ar­inn­ar við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Banda­rík­in hafa harðlega gagn­rýnt hvernig þessi stofn­un Sam­einuðu þjóðana hef­ur tekið á far­sótt­inni.

Ársþing WHO er í fyrsta skipti haldið á net­inu og var COVID-19 helsta umræðuefni þings­ins og var samþykkt að rann­saka viðbrögð heims­ins varðandi veiruna og meðal ann­ars aðgerðir WHO og á hvaða tíma gripið var til þeirra.

Ekk­ert aðild­ar­ríki (en þau eru 194 tals­ins) lagðist gegn ákvörðun­inni sem var lögð fram af  Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir hönd rúm­lega 100 ríkja, þar á meðal Ástr­al­íu, Kína og Jap­an. Áður hafði fram­kvæmda­stjóri WHO, Adhanom Ghebr­eyes­us, sagt að sjálf­stæð út­tekt myndi sýna hvað heim­ur­inn gæti lært af far­aldr­in­um og veita leiðbein­ing­ar um það sem gera þurfi. Úttekt­in yrði gerð eins fljótt og auðið er. 

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hótaði í gær­kvöldi að draga Banda­rík­in út úr WHO en hann sak­ar stofn­un­ina um að vera kjölturakka Kína. Þessu hafa Kín­verj­ar harðlega vísað á bug. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert