Prófanir á hydroxychloroquine settar á ís

Sérstaka athygli vakti svo þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist taka …
Sérstaka athygli vakti svo þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist taka lyfið sem forvörn gegn kórónuveirunni. AFP

Prófunum á virkni malaríulyfsins hydroxychloroquine á kórónuveiruna hefur verið hætt, að minnsta kosti tímabundið, vegna gruns um að slíkt sé ekki öruggt. Þetta er haft eftir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO í frétt BBC.

Þar segir að prófunum á lyfinu, sem verið hafa í gangi í nokkrum löndum, hafi tímabundið verið aflýst vegna rannsóknar, hverrar niðurstöður voru að meðferð sjúklinga með COVID-19 með lyfinu gæti jafnvel aukið líkur á dauðsfalli af völdum sjúkdómsins.

Mikið hefur verið rætt um mögulega virkni hydroxychloroquine á kórónuveiruna og hefur lyfið víða verið notað sem tilraunameðferð. Sérstaka athygli vakti svo þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist taka lyfið sem forvörn gegn kórónuveirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert