Myrti dóttur sína heiðursmorði

AFP

Lög­regla í Norður-Íran hef­ur hand­tekið karl­mann sem er sakaður um að hafa myrt 14 ára dótt­ur sína heiðurs­morði. Málið hef­ur valdið gríðarlegri reiði í Íran. 

Rom­ina Ashrafi flúði heim­ili sitt í Gil­an-héraði með 35 ára göml­um kær­asta sín­um eft­ir að faðir henn­ar mót­mælti fyr­ir­huguðu hjóna­bandi þeirra. 

Fram kem­ur á vef BBC að lög­regla hafði upp á par­inu og sendi Rom­inu aft­ur heim til fjöl­skyldu sinn­ar, þrátt fyr­ir ít­rekaðar yf­ir­lýs­ing­ar Rom­inu um að líf henn­ar væri í hættu. 

Faðir Rom­inu réðst á hana í svefn­her­bergi henn­ar á fimmtu­dags­kvöld. Íransk­ir fjöl­miðlar hafa greint frá því að faðir­inn af­höfðaði hana með korn­ljá og gekk síðan út af heim­il­inu með ljá­inn í hendi og játaði morðið. 

Dauði Rom­inu hef­ur valdið gríðarlegri reiði í ír­önsku sam­fé­lagi. Marg­ir hafa kallað eft­ir laga- og viðhorfs­breyt­ing­um í tengsl­um við heiðurs­morð.

Írönsk hegn­ing­ar­lög­gjöf kveður á um lægri refs­ingu fyr­ir feður og aðra í fjöl­skyld­unni sem eru sak­felld­ir fyr­ir morð eða of­beldi gegn börn­um ef heiður býr að baki gjörðum þeirra. 

Ef faðir er sak­felld­ur fyr­ir að myrða dótt­ur sína er refs­ing sam­kvæmt ír­önsk­um hegn­ing­ar­lög­um 3 til 10 ár í fang­elsi, í stað hins al­menna dauðadóms eða greiðslu blóðpen­inga þegar um venju­legt morð er að ræða. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka