Ástandið muni versna í kvöld

00:00
00:00

Rík­is­stjóri Minnesota, Tim Walz, sagði í morg­un frá því að hann hygðist kalla til þúsund­ir her­manna úr banda­ríska þjóðvarðliðinu til viðbót­ar við þá sem þegar hafa verið send­ir á vett­vang í Minn­ea­pol­is og Saint Paul, þar sem rík­ir dæma­laust óeirðarástand. 

Það sem hófst sem mót­mæli í upp­hafi vik­unn­ar, vegna dauða Geor­ge Floyd í hönd­um lög­reglu á svæðinu, hef­ur breyst í ein­hverja mestu óeirðaöldu sem gengið hef­ur yfir í Banda­ríkj­un­um á síðustu árum. Tug­ir þúsunda hafa flykkst út á göt­ur Minn­ea­pol­is síðustu daga þrátt fyr­ir út­göngu­bann, sem var til komið vegna mót­mæl­anna, en ekki kór­ónu­veiru.

Að upp­lagi er verið að mót­mæla lög­reglu­of­beldi en við hóp mót­mæl­enda hef­ur bæst fjöldi fólks bæði frá Minnesota en einnig frá öðrum stöðum í Banda­ríkj­un­um. Yf­ir­völd í Minnesota hafa hand­tekið fjölda manns og segja flesta hinna hand­teknu vera komna að utan. 

Versn­ar í kvöld

Óánægj­an staf­ar af ýmsu en ljóst er að eyðilegg­ing­in er gríðarleg. Þá er því spáð að ástandið eigi aðeins eft­ir að versna: Walz rík­is­stjóri hef­ur sagt að óspekt­irn­ar hingað til muni blikna í sam­an­b­urði við það sem hann ótt­ast að muni eiga sér stað í kvöld.

Sem fyrr seg­ir breiðist óeirðaald­an út um Banda­rík­in eins og eld­ur í sinu: New York Times seg­ir frá því að í Atlanta og New York hafi eld­ur verið lagður að lög­reglu­bíl­um og að í San José og Detroit hafi stór­um um­ferðargöt­um verið lokað af mót­mæl­end­um.

Upp með hendur í Atlanta. Lögregla og mótmælendur mætast í …
Upp með hend­ur í Atlanta. Lög­regla og mót­mæl­end­ur mæt­ast í hörðum átök­um. AFP

Í Milwaukee kyrjaði fjöld­inn: „I can’t bre­athe“ og vísaði þar til hinstu orða hins látna Floyd. Í Port­land var kveikt í op­in­ber­um bygg­ing­um. Í Hou­st­on voru nærri tvö hundruð hand­tekn­ir, sem tóku þátt í því sem lög­reglu­yf­ir­völd kölluðu ólög­leg­ar sam­kom­ur.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hvet­ur rík­in til að standa á sínu, berj­ast og hand­taka „þá slæmu“. Hann legg­ur áherslu á að þau ríki sem eru hvað verst leik­in af mót­mæl­un­um séu und­ir stjórn demó­krata, eins og gild­ir um Minn­ea­pol­is, en þar er demó­krati borg­ar­stjóri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert