Sænski sóttvarnalæknirinn viðurkennir mistök

Anders Tegnell hefur tekið aðra nálgun á heimsfaraldurinn en kollegar …
Anders Tegnell hefur tekið aðra nálgun á heimsfaraldurinn en kollegar hans á Norðurlöndum. Hann hefur verið mikið gagnrýndur. AFP

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur viðurkennt að alvarleg mistök hafi verið gerð þar í landi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Í dag var tilkynnt um 45 ný dauðsföll og eru þau orðin tæplega 4.400 í heildina.

Sænska dagblaðið Expressen greinir frá í ítarlegri umfjöllun.

Svíþjóð hefur farið mun verr út úr faraldrinum heldur en önnur Norðurlönd en þar hefur áherslan verið á að vernda viðkvæma hópa frekar en að beita lokunum. Það hefur ekki gengið eftir enda hafa margir íbúar öldrunar- og hjúkrunarheimila látið lífið.

Þá virðist hafa verið eftirsótt í Svíþjóð að ná svokölluðu hjarðónæmi en nýjustu mælingar sýna að langt er í að það náist. 

Áttuðu sig of seint á hættunni sem kom frá Ischgl

Mistökin sem Tegnell segir að hafi verið gerð voru þau að einblína á þá Svía sem sneru úr ferðalagi frá Ítalíu og prófa þá fyrir veirunni en ekki þá Svía sem komu frá austurríska bænum Ischgl.

Bærinn er orðinn þekktur hér á landi eftir að margir Íslendingar sem voru þar í fríi komu sýktir heim. Íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Austurríki vita af hættunni snemma í ferlinu en það var ekki hlustað á það fyrr en of seint.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka