Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, styður Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í komandi forsetakosningum. Powell er fyrsti háttsetti repúblikaninn sem lýsir opinberlega yfir stuðningi við andstæðing sitjandi forseta, Donald Trump, í kosningunum sem fara fram í nóvember.
Powell, sem leiddi Bandaríkjaher í Persaflóastríðinu árið 1991 undir stjórn George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og var utanríkisráðherra í ríkisstjórn George W. Bush, hefur áður stutt demókrata gegn repúblikana í forsetakosningum þrátt fyrir að vera sjálfur repúblikani.
Powell vandar Trump ekki kveðjurnar og segir forsetann vera hættulegan lýðræði landsins og að hann hafi hrakist af leið þegar kemur að ákvæðum stjórnarskrár landsins.
„Ég get engan veginn stutt Trump forseta í ár,“ segir Powell í viðtali við CNN. Spurður hvort hann muni kjósa Biden játaði Powell. „Ég mun kjósa hann.“
Trump svaraði á Twitter og sakaði Powell um að hafa leitt Bandaríkin inn í hörmuleg stríð í Mið-Austurlöndum.
Colin Powell, a real stiff who was very responsible for getting us into the disastrous Middle East Wars, just announced he will be voting for another stiff, Sleepy Joe Biden. Didn’t Powell say that Iraq had “weapons of mass destruction?” They didn’t, but off we went to WAR!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2020
Somebody please tell highly overrated Colin Powell that I will have gotten almost 300 Federal Judges approved (a record), Two Great Supreme Court Justices, rebuilt our once depleted Military, Choice for Vets, Biggest Ever Tax & Regulation Cuts, Saved Healthcare & 2A, & much more!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2020