Sjónvarpsstöðin Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa birt grafík sem sýndi hvernig hlutabréfamarkaðir brugðust við eftir þekkt ofbeldisverk gagnvart svörtum mönnum. Til að mynda morðið á Martin Luther King og George Floyd.
Línuritið var birt á föstudag í þættinum „Special Report with Bret Baier“ og sást á því að markaðir hefðu hækkað eftir morðið á mannréttindaleiðtoganum árið 1968. Eins þegar lögreglan var sýknuð í máli Rodney King árið 1991, þegar unglingurinn Michael Brown var drepinn 2014 og síðan Floyd nýverið.
Í yfirlýsingu frá Fox News kemur fram að línuritið hefði aldrei átt að birta í sjónvarpi og stöðin biðjist afsökunar á þessu.
FOX NEWS CHANNEL:
— Bret Baier (@BretBaier) June 6, 2020
“The infographic used on FOX News Channel’s Special Report to illustrate market reactions to historic periods of civil unrest should have never aired on television without full context.We apologize for the insensitivity of the image & take this issue seriously.”
Birting línuritsins vakti mikla reiði því á sama tíma tóku þúsundir Bandaríkjamanna þátt í göngum þar sem lögregluofbeldi og rasisma var mótmælt.
Þingmaður Illinois, Bobby Rush, er einn þeirra sem tjáði sig um málið á Twitter en hann sagði að línuritið sýndi það að Fox News beri enga umhyggju fyrir svörtum.
Make no mistake, @FoxNews is only apologizing because of the public response to that inane and insensitive graphic.
— Bobby L. Rush (@RepBobbyRush) June 6, 2020
If you see injustice, speak on it. Keep fighting! https://t.co/1tOlaEcg4B
This graphic makes it clear that @FoxNews does not care about black lives. https://t.co/gYqC2B0n4F
— Bobby L. Rush (@RepBobbyRush) June 6, 2020
Fyrrverandi formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, Michael Steele, setti á Twitter að þetta sýndi hvernig Fox News syrgði svart fólk, með því að að sýna hækkanir á hlutabréfamörkuðum.
This is how they mourn the loss of black men at #FoxNews - by how much the stock market goes up.
— Michael Steele (@MichaelSteele) June 6, 2020
What. The. Hell! https://t.co/Vll1NCUrIJ
Einhverjir aðrir fjölmiðlar, svo sem Forbes, bentu á að fjármálamarkaðir hefðu tilhneigingu til að hækka í kjölfar óróa í samfélaginu.