Fox News biðst afsökunar á línuriti

Hér sést Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali við Martha MacCallum …
Hér sést Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali við Martha MacCallum og Bret Baier á Fox News. AFP

Sjónvarpsstöðin Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa birt grafík sem sýndi hvernig hlutabréfamarkaðir brugðust við eftir þekkt ofbeldisverk gagnvart svörtum mönnum. Til að mynda morðið á Martin Luther King og George Floyd.

Línuritið var birt á föstudag í þættinum „Special Report with Bret Baier“ og sást á því að markaðir hefðu hækkað eftir morðið á mannréttindaleiðtoganum árið 1968. Eins þegar lögreglan var sýknuð í máli Rodney King árið 1991, þegar unglingurinn Michael Brown var drepinn 2014 og síðan Floyd nýverið. 

Í yfirlýsingu frá Fox News kemur fram að línuritið hefði aldrei átt að birta í sjónvarpi og stöðin biðjist afsökunar á þessu. 

Birting línuritsins vakti mikla reiði því á sama tíma tóku þúsundir Bandaríkjamanna þátt í göngum þar sem lögregluofbeldi og rasisma var mótmælt.

Þingmaður Illinois, Bobby Rush, er einn þeirra sem tjáði sig um málið á Twitter en hann sagði að línuritið sýndi það að Fox News beri enga umhyggju fyrir svörtum. 




Fyrrverandi formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, Michael Steele, setti á Twitter að þetta sýndi hvernig Fox News syrgði svart fólk, með því að að sýna hækkanir á hlutabréfamörkuðum.

Einhverjir aðrir fjölmiðlar, svo sem Forbes, bentu á að fjármálamarkaðir hefðu tilhneigingu til að hækka í kjölfar óróa í samfélaginu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert