Útför George Floyds

Útför George Floyds fer fram klukkan 16 að íslenskum tíma. …
Útför George Floyds fer fram klukkan 16 að íslenskum tíma. Þúsundir hafa vottað honum virðingu sína í gær og dag. AFP

Útför Geor­ge Floyds fer fram í Hou­st­on í Texas og hófst klukk­an 16 að ís­lensk­um tíma. Floyd ólst upp í Hou­st­on en und­an­farna daga hafa verið haldn­ar nokkr­ar minn­ing­ar­at­hafn­ir, meðal ann­ars í í Raeford í Norður-Karólínu þar sem hann fædd­ist og í Minn­ea­pol­is þar sem hann var drepinn 25. maí af lög­reglumanni sem kraup á hálsi hans. 

Dauði Floyds hef­ur orðið kveikj­an að hörðum mót­mæl­um þar sem kynþátta­for­dóm­um og mis­mun­un lög­reglu gagn­vart svörtu fólki ber hæst þótt ræt­urn­ar nái mun dýpra. Mót­mælt hef­ur verið dag­lega frá dauða Floyds en mót­mæl­in í Washingt­on um helg­ina voru lík­lega þau mestu í Banda­ríkj­un­um frá því Mart­in Lut­her King var myrt­ur árið 1968 þegar hann var á Hót­el Lorraine í Memp­his í Tenn­esse.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert