Á hverfanda hveli fjarlægð úr streymisveitu

Úr kvikmyndinni Gone with the Wind.
Úr kvikmyndinni Gone with the Wind.

Kvikmyndin Á hverfanda hveli (Gone with the Wind) hefur verið fjarlægð úr streymisveitu HBO Max á sama tíma og fjöldamótmæli gegn rasisma og ofbeldi lögreglu hefur orðið til þess að sjónvarpsstöðvar endurskoða framboð efnis.

Kvikmyndin fékk fjölmörg Óskarsverðlaun eftir frumsýningu 1939 og er enn þann dag í dag sú kvikmynd sem hefur skilað mestum tekjum í sögunni að teknu tilliti til verðbólgu. Myndin hefur lengi verið gagnrýnd vegna tengsla hetja í myndinni við þrælahald.

AFP

Talsmaður HBO Max segir í samtali við AFP-fréttastofuna að Gone With The Wind sé barn síns tíma og þar sé því miður að finna rasisma sem var ekki í lagi á þeim tíma og einnig í dag. Þess vegna telji fyrirtækið ekki mögulegt að bjóða upp á kvikmyndina lengur án útskýringa. Hún verður sett að nýju inn í streymisveituna og þá með útskýringum og söguskýringum. Ekki verður um ritskoðun að ræða enda ef það væri gert væri látið sem þessir hlutir hefðu aldrei gerst. 

Í gær var einnig raunveruleikaþáttaröðin Cops tekin úr framleiðslu og sýningu hjá Paramount Network. Þættirnir hafa verið sýndir í meira en þrjá áratugi en þar er fylgst með störfum lögreglunnar. Þeir hafa legið undir ámæli fyrir að fegra lögregluna. Ekki stendur til að taka þættina til sýninga að nýju. 

Fleiri lögregluþættir hafa verið teknir úr sýningu í Bandaríkjunum en í Bretlandi hefur BBC tekið Little Britain úr streymisþjónustu á iPlayer. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert