Allir Norðurlandabúar velkomnir nema Svíar

Svíar þurfa væntanlega að halda sig að mestu í heimalandinu …
Svíar þurfa væntanlega að halda sig að mestu í heimalandinu í sumar. AFP

Norðmenn munu ekki heimila Svíum að koma yfir landamærin í sumar og er þetta svipuð afstaða og finnsk yfirvöld hafa tekið, allir Norðurlandabúar velkomnir nema Svíar. 

Utanríkisráðherra Finnlands, Pekka Haavisto, greindi frá því í gær að frá og með 15. júní mættu Eistar, Lettar, Litháar, Norðmenn, Danir og Íslendingar koma til landsins. Að vísu mega Svíar sem eiga hús í Finnlandi mega fara yfir landamærin.

Nú í hádeginu greindi Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, frá því að Svíar séu enn útilokaðir nema þeir sem koma frá Gotlandi. 

Að sögn Solberg taka nýjar reglur gildi 15. júní og mega því Svíar aðeins koma til Íslands af Norðurlöndunum. 

Innanríkisráðherra Finnlands, Maria Ohisalo, segir ástæðuna fyrir því að Svíar fái ekki fara yfir landamærin vera þá að mun fleiri hafi smitast af kórónuveirunni þar en í öðrum ríkjum Norðurlandanna. Vonast sé til þess að fljótlega verði hægt að heimila Svíum að koma til Finnlands.

Frétt SVT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert