„Dauði þeirra verður ekki til einskis“

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, vill frið en segir Indverja tilbúna …
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, vill frið en segir Indverja tilbúna til að svara ögrunum og árásum. AFP

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að átök brutust út milli hermanna Indlands og Kína á landamærum ríkjanna við Himalaja-fjöll. Að minnsta kosti tuttugu indverskir hermenn hafa fallið í átökunum.

Kínversk stjórnvöld saka Indverja um að hafa ráðist inn fyrir landamæri sín en indversk stjórnvöld segja að því hafi verið öfugt farið. Hermennirnir eru sagðir hafa barist á banaspjóti með kylfum og prikum en ekki skotvopnum. Mótmæli brutust út í Indlandi eftir að greint var frá mannfallinu og hafa einhverjir tekið upp á því að brenna kínverska fána og myndir af Xi Jinping, forseta Kína. BBC greinir frá.

Myndir af Xi Jinping, forseta Kína, hafa verið brenndar á …
Myndir af Xi Jinping, forseta Kína, hafa verið brenndar á götum úti. AFP

Indverjar fullfærir um að svara árásum

Indversk stjórnvöld hafa staðfest mannfall úr sínum röðum en Kínverjar neita að tjá sig um það. At­vikið átti sér stað á landa­mær­um ríkj­anna í Himalaja-fjöll­um á milli Tíbet-héraðs í Kína og Ladakh-héraðs á Indlandi.

Landa­mæri ríkj­anna eru um 3.500 kíló­metra löng og grein­ir þjóðirn­ar á um hvar landa­mær­in liggi á um tutt­ugu mis­mun­andi stöðum. Hef­ur oft slegið í brýnu á milli Kín­verja og Ind­verja vegna þessa, en þetta er í fyrsta sinn í 45 ár sem mann­fall verður.

„Dauði þeirra verður ekki til einskis. Samstaða og sjálfstæði er það sem er mikilvægast fyrir indversku þjóðina,“ sagði Modi í sjónvarpsávarpi til indversku þjóðarinnar og bætti því við að Indverjar vilji frið en séu fullfærir um að svara í sömu mynt ef þeim er ögrað eða á þá ráðist.

Aukin spenna í vor

Nokk­ur spenna hef­ur ríkt milli ríkj­anna tveggja síðan í vor, en 9. maí slösuðust nokkr­ir ind­versk­ir og kín­versk­ir her­menn í átök­um með hnef­um og grjót­kasti, en at­vikið átti sér stað við Naku La í Sikkim-ríki Ind­lands. 

Ut­an­rík­is­ráðuneyti ríkj­anna tveggja lýstu því hins veg­ar yfir í síðustu viku að góður ár­ang­ur hefði náðst í viðræðum þeirra til þess að leysa deil­una. Ind­verj­ar segja hins veg­ar að kín­versk­ar her­sveit­ir séu enn í hluta Galw­an-dals og við Pangong Tso-vatn, sem með réttu til­heyri Ind­verj­um. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir friðsamlegri lausn á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert