Facebook fjarlægir auglýsingar Trump

Umræddar auglýsingar, sem Facebook hefur fjarlægt, innihéldu myndir af rauðum …
Umræddar auglýsingar, sem Facebook hefur fjarlægt, innihéldu myndir af rauðum þríhyrningum á hvolfi, en slík merki voru notuð í fanga- og útrýmingarbúðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari. AFP

Facebook hefur fjarlægt auglýsingar á vegum kosningaherferðar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem innihalda merki sem notað var af þýskum nasistum.

Samfélagsmiðlarisinn hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir að halda að sér höndum gagnvart forsetanum og að hafa leyft færslu hans, sem sögð er hvetja til ofbeldis, að standa óhaggaðri.

Umræddar auglýsingar, sem Facebook hefur fjarlægt, innihéldu myndir af rauðum þríhyrningum á hvolfi, en slík merki voru notuð í fanga- og útrýmingarbúðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari. 

Yfirmaður öryggismála hjá Facebook segir að auglýsingarnar brjóti gegn reglum samfélagsmiðilsins um skipulagt hatur og að ekki sé leyfilegt að birta efni sem beri hróður hatursfullrar hugmyndafræði eða samtaka nema það sé sett í einhvers konar samhengi eða að verið sé að gagnrýna þau.

„Það er það sem við sáum í þessari auglýsingu, og við hefðum gripið til sömu aðgerða sama hvar merkið hefði verið birt,“ er haft eftir Nathaniel Gleicher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert